Tuesday, May 11, 2010

Ósýnilegt leikhús á morgunn

Annað kvöld ætlum við krassendur að koma okkur fyrir á einhverju kaffihúsinu niðri í bæ og vera með ósýnilegt leikhús... við förum yfir planið í LHÍ klukkan átta og spinnum svo af fingrum fram. Efni kvöldsins eru "konur" og verður litið á allar hliðar hliðar málsins. Hlökkum til að sjá ykkur!!!

Tuesday, March 30, 2010

Silent Disco!

Við hittumst nokkur á föstudaginn og iðuðum niður Laugarveginn og enduðum með hljóðlausu danspartí á Lækjartorgi þar sem hver hreyfði sig í takt við sína uppáhaldstónlist. Þetta var náttla bara æðislega gaman og skemmtilegt hvernig fólk sem átti leið hjá kom og dansaði með okkur.

Við stefnum á að gera þetta aftur við tækifæri enda bara gott að hrista aðeins upp í hugmyndum okkar um hvernig við eigum að hegða okkur og leyfa okkur að vera svoldið öðruvísi stundum!

Svo er barasta næsti fundur á miðvikudaginn klukkan átta í LHÍ!

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Tuesday, March 16, 2010

Á krassandi ferð!

Krassandi hópurinn lifir lífinu lifandi þessa dagana. Á seinasta fundi skrifuðum við niður allar þær stereótýpur sem okkur datt í hug, röðuðum okkur í hópa, drógum okkur hlutverk og úr urðu alveg frábær atriði. Auðvitað ætlum við ekkert að festast í stereótípunum en til að forðast þær þarf auðvitað að þekkja þær út í gegn.

Við stefnum lengra og hugmyndin er að núna miðvikudaginn 17. mars eftir leiki og léttar leiklistaræfingar verði skrúfað frá hugmyndafluginu fyrir alvöru og aldrei að vita nema planað verði smá uppistand ef þannig liggur á einhverjum.

Þó við séum nú orðin góður hópur þá er alltaf gaman að fá nýtt blóð í hópinn svo ef þig langar að prófa endilega heimsæktu okkur í Listaháskólann að Sölvhólsgötu 13 klukkan átta miðvikudagskvöld. Það er engin pressa á þátttakendur og engrar leiklistarreynslu krafist - bara létt gaman og vel tekið á móti öllum áhugasömum!

Tuesday, March 9, 2010

Krassandi hugmyndaflug og sköpunargleði

KRASSANDI hélt kynningarfund mánudagskvöldið 8. mars og mætti þá alveg ótrúlegt samsafn skapandi stuðbolta með alveg endalausar hugmyndir og orku! Það eru greinilega miklir hæfileikar saman komnir í þessum hóp og allar líkur á að hann verði alveg óstöðvandi afl á næstu vikum! Við hlökkum til að sjá ykkur aftur á miðvikudaginn góðir krassendur!

Ef þú misstir af kynningarfundnum en langar að vera með þá hvetjum við þig til að mæta núna á miðvikudagsfundinn okkar (10. MARS) klukkan átta! Við erum óháður leikhópur með styrk frá Evrópu Unga Fólksins sem hittumst í húsnæði Listaháskóla Íslands Sölvhólsgötu 13. Það er vel tekið á móti öllum áhugasömum og okkur vantar bæði ungt fólk sem hefur áhuga á að leika og ungt fólk með skoðanir á öllu því sem er að gerast í samfélaginu sem vill láta í sér heyra.

Krassandi snýst nefnilega ekki bara um grín og glens heldur líka um að kryfja hinar ýmsu samfélagsádeilur sem við verðum vör við í þjóðfélaginu og sjá hvernig leiklistin getur verið notuð til að vekja athygli á hinum ýmsu málefnum, til að undirstrika margbreytileika mannflórunnar, og til tjá okkar skoðanir á málunum.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest krassandi á miðvikudaginn og stútfull af hugmyndum!!!

Friday, March 5, 2010

Nýjir Krassandi þátttakendur!!!

Fyrsti kynningarfundur Krassandi var haldin miðvikudagskvöldið 3. mars við góðar undirtektir. Mikið spjallað, brallað og hlegið auk þess sem við tókum nokkrar léttar leiklistaræfingar og ræddum mögulegar uppákomur.


En ekki örvænta, það verður annar kynningarfundur
haldinn fyrir þá sem ekki komust á miðvikudag. Sá fundur verður annað kvöld, mánudaginn 8. mars, klukkan 20 í húsnæði Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu 13.


Hlökkum til að sjá ykkur og ef þið eruð með einhverjar spurningar, sendið okkur póst á krassandileiklist@gmail.com eða hringið í síma 8490386. :o)

Friday, February 26, 2010

KRASSANDI vantar fleiri sköpunarglaða þátttakendur!!

Góðir hásar!!

Við erum að leita að ungu og skemmtilegu fólki á aldrinum 16-20 ára sem hefur áhuga á að taka þátt í svona öðruvísi leiklistarverkefni.Það er engrar leiklistarreynslu krafist af þátttakendum. Það eina sem þarf til að sækja um er sköpunargleði og áhugi á málefnum líðandi stundar.

Tilgangurinn er ekki endilega að setja upp sýningar heldur að þjálfa okkur sjálf í leikrænni tjáningu, samskiptum og samstöðu, og þroska alla okkar hæfileika í gegnum leiki og leiklistaræfingar. Ef okkur svo langar að vera með sýningar þá gerum við það.

Ef þú hefðir áhuga á að mæta á kynningarfund og kannski prófa endilega láttu sjá þig annaðhvort miðvikudagkvöldið 3. mars eða mánudagskvöldið 8. mars. Við ætlum að hittast við inngang Listaháskólans við Sölvhólsgötu 13 - klukkan átta bæði kvöldin. Endilega komið og kíkið við.

Fundirnir okkar verða svo alltaf á miðvikudagskvöldum klukkan átta í framtíðinni. Við fáum lánaða aðstöðu frá Listaháskólanum en erum í raun sjálfstæður hópur og erum að vinna þetta leiklistarverkefni með styrk frá Evrópu unga fólksins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, endu okkur póst á krassandileiklist@gmail.com eða hringdu í síma 849-0386. Þið getið líka fundið okkur á FACEBOOK.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á kynningarfundi!!!

Thursday, February 25, 2010