Tuesday, March 9, 2010

Krassandi hugmyndaflug og sköpunargleði

KRASSANDI hélt kynningarfund mánudagskvöldið 8. mars og mætti þá alveg ótrúlegt samsafn skapandi stuðbolta með alveg endalausar hugmyndir og orku! Það eru greinilega miklir hæfileikar saman komnir í þessum hóp og allar líkur á að hann verði alveg óstöðvandi afl á næstu vikum! Við hlökkum til að sjá ykkur aftur á miðvikudaginn góðir krassendur!

Ef þú misstir af kynningarfundnum en langar að vera með þá hvetjum við þig til að mæta núna á miðvikudagsfundinn okkar (10. MARS) klukkan átta! Við erum óháður leikhópur með styrk frá Evrópu Unga Fólksins sem hittumst í húsnæði Listaháskóla Íslands Sölvhólsgötu 13. Það er vel tekið á móti öllum áhugasömum og okkur vantar bæði ungt fólk sem hefur áhuga á að leika og ungt fólk með skoðanir á öllu því sem er að gerast í samfélaginu sem vill láta í sér heyra.

Krassandi snýst nefnilega ekki bara um grín og glens heldur líka um að kryfja hinar ýmsu samfélagsádeilur sem við verðum vör við í þjóðfélaginu og sjá hvernig leiklistin getur verið notuð til að vekja athygli á hinum ýmsu málefnum, til að undirstrika margbreytileika mannflórunnar, og til tjá okkar skoðanir á málunum.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest krassandi á miðvikudaginn og stútfull af hugmyndum!!!

No comments:

Post a Comment