skip to main |
skip to sidebar
Nýjir Krassandi þátttakendur!!!
Fyrsti kynningarfundur Krassandi var haldin miðvikudagskvöldið 3. mars við góðar undirtektir. Mikið spjallað, brallað og hlegið auk þess sem við tókum nokkrar léttar leiklistaræfingar og ræddum mögulegar uppákomur.
En ekki örvænta, það verður annar kynningarfundur haldinn fyrir þá sem ekki komust á miðvikudag. Sá fundur verður annað kvöld, mánudaginn 8. mars, klukkan 20 í húsnæði Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu 13.
Hlökkum til að sjá ykkur og ef þið eruð með einhverjar spurningar, sendið okkur póst á krassandileiklist@gmail.com eða hringið í síma 8490386. :o)
No comments:
Post a Comment