Friday, February 26, 2010

KRASSANDI vantar fleiri sköpunarglaða þátttakendur!!

Góðir hásar!!

Við erum að leita að ungu og skemmtilegu fólki á aldrinum 16-20 ára sem hefur áhuga á að taka þátt í svona öðruvísi leiklistarverkefni.Það er engrar leiklistarreynslu krafist af þátttakendum. Það eina sem þarf til að sækja um er sköpunargleði og áhugi á málefnum líðandi stundar.

Tilgangurinn er ekki endilega að setja upp sýningar heldur að þjálfa okkur sjálf í leikrænni tjáningu, samskiptum og samstöðu, og þroska alla okkar hæfileika í gegnum leiki og leiklistaræfingar. Ef okkur svo langar að vera með sýningar þá gerum við það.

Ef þú hefðir áhuga á að mæta á kynningarfund og kannski prófa endilega láttu sjá þig annaðhvort miðvikudagkvöldið 3. mars eða mánudagskvöldið 8. mars. Við ætlum að hittast við inngang Listaháskólans við Sölvhólsgötu 13 - klukkan átta bæði kvöldin. Endilega komið og kíkið við.

Fundirnir okkar verða svo alltaf á miðvikudagskvöldum klukkan átta í framtíðinni. Við fáum lánaða aðstöðu frá Listaháskólanum en erum í raun sjálfstæður hópur og erum að vinna þetta leiklistarverkefni með styrk frá Evrópu unga fólksins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, endu okkur póst á krassandileiklist@gmail.com eða hringdu í síma 849-0386. Þið getið líka fundið okkur á FACEBOOK.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á kynningarfundi!!!

No comments:

Post a Comment