Kolbeinn er vinnandi maður því hann hefur enga þolinmæði fyrir skóla og hefur aldrei á ævinni getað setið kyrr vegna langbundins njálgs. Hann iðar og skrumlar hvar sem hann fer og iðar yfir alla sem verða á hans vegi. Hann er mjög fjörug og skemmtileg manneskja. Svo er hann líka sætur og kvennabósi mikill. Allir sem hitta hann vilja annaðhvort vera hann eða vera með honum. Það er aðeins eitt sem fólk á erfitt að skilja við hann en það er ekki hans stóra og fallega hjarta heldur er það ofvaxna egóið sem í honum er. Hér þakka ég fyrir, Kolli
Lilja kann ekki að meta fína osta en það hefur aldrei aftrað henni í lífinu. Hún hefur þrisvar sinnum komist í kast við lögin en það var saklaust boltakast og vart í frásögur færandi. Hún á 15cm háa stálmörgæs og er hrifin af litnum grænum. Hún er ekki hrædd við neitt en þykist stundum vera það til að falla í hópinn, oft
með misjöfnum árangri þar sem hópfall hentar einstaklega illa fólki sem líkt og Lilja skortir sökum framleiðslugalla almenna skynsemi og félagslega vitund. Þetta gerir hana hins vegar að verðmætum safngrip. Eins og gallað frímerki, nema ekki með lím á bakinu.
með misjöfnum árangri þar sem hópfall hentar einstaklega illa fólki sem líkt og Lilja skortir sökum framleiðslugalla almenna skynsemi og félagslega vitund. Þetta gerir hana hins vegar að verðmætum safngrip. Eins og gallað frímerki, nema ekki með lím á bakinu.
Sigga er mannfræðingur með meiru. Eftir langt, strangt og stórskemmtilegt heimshornaflakk ákvað ég að flytjast heim á klakann fyrir stuttu. Stunda nú nám í Fræði & framkvæmd við Listaháskóla Íslands, en inn á milli glápi ég á bíómyndir, þræði kaffihús bæjarins og laumast til að taka litla kríublundi.
Birta eða Sigrún Birta Viðarsdóttir fullu nafni ætlar að verða mikill og merkilegur heimspekingur og menntafrumkvöðull þegar hún verður stór. Það er reyndar afar fátt sem Birta hefur ekki skoðun á en hún er besserwisser af verstu gerð sem þykir óskaplega gaman að pæla í því hvers vegna hlutirnir eru svona en ekki hinsegin og hvernig í ósköpunum hún á að fara að því breyta þeim. Þrátt fyrir kannski takmarkaða leiklistarhæfileika þá hellir Birta sér í þetta verkefni af fullum eldmóð enda hefur hún rosalega gaman að öllu uppistandi.
Birta eða Sigrún Birta Viðarsdóttir fullu nafni ætlar að verða mikill og merkilegur heimspekingur og menntafrumkvöðull þegar hún verður stór. Það er reyndar afar fátt sem Birta hefur ekki skoðun á en hún er besserwisser af verstu gerð sem þykir óskaplega gaman að pæla í því hvers vegna hlutirnir eru svona en ekki hinsegin og hvernig í ósköpunum hún á að fara að því breyta þeim. Þrátt fyrir kannski takmarkaða leiklistarhæfileika þá hellir Birta sér í þetta verkefni af fullum eldmóð enda hefur hún rosalega gaman að öllu uppistandi.
Solla er orkumikill fjörkálfur sem elskar að tala, tjá sig og fá atygli. Vinnur í toys‘r‘us og sómar sig vel þar í öllu dótinu. Menntun er í minni kanntinum vegna ofvirkins og lesblindu. Solla er mikið alinn upp í sveit svo dýr eru í miklu uppáhaldi og sérstaklega hestar og stússið sem filgir þeim. Bílar er eitthvað sem henni finnst gaman að rífa í sundur, en bara stóru partana því þolinmæði er ekki hennar sterkasta hlið.
Sunna heitir m.a. fullu nafni og er fædd Sunneva Angela Jasmin Urbschat og hefur áhuga á nánast öllu sem viðkemur lífinu. Stúlkan þykir mikill snillingur á öllum sviðum og brosmild með eindæmum auk þess að vera heimshornaflakkari og menntakona með meiru. Sunna á það til að forðast sviðsljósið og halda hlutum til haga á bakvið tjöldin, gegnir m.a. stöðu gjaldkera og yfirreddara í þessu verkefni, en svo inná milli á hún það til að koma fram með miklum látum og ógleymanlegum uppákomum. Sunnu hlakkar alveg svakalega til að vinna með ykkur.