Tuesday, March 16, 2010

Á krassandi ferð!

Krassandi hópurinn lifir lífinu lifandi þessa dagana. Á seinasta fundi skrifuðum við niður allar þær stereótýpur sem okkur datt í hug, röðuðum okkur í hópa, drógum okkur hlutverk og úr urðu alveg frábær atriði. Auðvitað ætlum við ekkert að festast í stereótípunum en til að forðast þær þarf auðvitað að þekkja þær út í gegn.

Við stefnum lengra og hugmyndin er að núna miðvikudaginn 17. mars eftir leiki og léttar leiklistaræfingar verði skrúfað frá hugmyndafluginu fyrir alvöru og aldrei að vita nema planað verði smá uppistand ef þannig liggur á einhverjum.

Þó við séum nú orðin góður hópur þá er alltaf gaman að fá nýtt blóð í hópinn svo ef þig langar að prófa endilega heimsæktu okkur í Listaháskólann að Sölvhólsgötu 13 klukkan átta miðvikudagskvöld. Það er engin pressa á þátttakendur og engrar leiklistarreynslu krafist - bara létt gaman og vel tekið á móti öllum áhugasömum!

No comments:

Post a Comment