Við hittumst nokkur á föstudaginn og iðuðum niður Laugarveginn og enduðum með hljóðlausu danspartí á Lækjartorgi þar sem hver hreyfði sig í takt við sína uppáhaldstónlist. Þetta var náttla bara æðislega gaman og skemmtilegt hvernig fólk sem átti leið hjá kom og dansaði með okkur.
Við stefnum á að gera þetta aftur við tækifæri enda bara gott að hrista aðeins upp í hugmyndum okkar um hvernig við eigum að hegða okkur og leyfa okkur að vera svoldið öðruvísi stundum!
Svo er barasta næsti fundur á miðvikudaginn klukkan átta í LHÍ!
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Tuesday, March 30, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment